Design Wool Junior/8-16ára

Í Design Wool Junior línunni frá Janus má finna fallegan ullarfatnað fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-16 ára.
Hér má finna fallega hannaðan ullarfatnað, bæði innsta lag og renndir jakkar og joggingbuxur, sem gerðar eru úr ullarfrotté og hugsaðar sem millilag.

Ullin er þunn, mjúk og þægileg og hefur þann einstaka eiginleika að svala í hita og hita í kulda. Ullarfatnaðurinn andar einnig vel og getur dregið í sig 30% raka án þess að virka blautur. Ef svo illa vill til að ullin blotni alveg heldur hún samt áfram að vera hlý og verður ekki köld og þvöl.

Öll fötin eru prófuð og samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.
Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.