JANUS – RIDDER SLITESTERK

30 % AFSLÁTTUR

Janus Ridder Slitesterk var nafnið á vinsælum barnafötum frá JANUS upp úr 1930. Verksmiðjan endurvakti þessa vinsælu fatalínu í tilefni 100 ára afmælis Janus vörmerkisins árið 2009, og hefur síðan endurnýjað línuna reglulega. Ridder Slitesterk línan hefur ávallt verið afskaplega vinsæl og nú hafa hönnuðirnir frá Janus endurnýjað línuna enn á ný með nýjum litum. Stór hluti línunnar er ullarfatnaður sem er framleiddur úr tvöfaldri ull og svokallaðri Krinkelull, sem er blanda af 70% Merino ull, 28% Polyamid og 2% Lycra. Þessi blanda gerir fötin mjög endingargóð og slitsterk. Fatnaðurinn er mjög þægilegur og mjúkur, og hefur slegið í gegn sem bæði nær- og millifatnaður í leikskólann og skólann. Öll fötin eru prófuð og  samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.

Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.