JANUS – SUMMERWOOL

Fötin í Summerwool línunni frá Janus eru öll úr þunnri 100% Merino ull. Flíkurnar eru ótrúlega mjúkar, þægilegar og henta enn betur fyrir vor og sumar, þó það sé að sjálfsögðu hægt að nota þær allt árið. Þú finnur varla mýkri ullarfatnað til að klæða barnið í. Ullin andar einstaklega vel og sér til þess að barninu líður vel, hvort sem það er heitt eða kalt.

Öll fötin eru prófuð og samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni. Öll fötin má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni og eru því auðveld í meðhöndlun.