JANUS – ULL/SILKI

Iris Exclusive Ull/Silki er léttur og þægilegur fatnaður framleiddur úr blöndu af 85% Merino ull og 15% náttúrulegu silki. Þessi föt eru einstaklega mjúk að vera í, auk þess sem silkið gefur þeim enn fínlegra yfirborð. Öll fötin eru prófuð og  samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.

Iris Exclusive Ull/Silke er til í nokkrum gerðum, eins og t.d. stutterma treyja, síðerma treyja og síðar buxur. Treyjurnar eru með silkikant í hálsmálinu.

Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.