JANUS – ATTACKING VIKINGS

Janus Attacking Vikings línan er þróuð í nánu samstarfi með norska landsliðinu á skíðum. Hönnuð af skíðafólki fyrir skíðafólk.

Mikil áhersla var lögð á hreyfanleika og öndun. Flíkurnar eru 98 % Merino ull og 2 % Elastin. Aukin teygja í efninu gerir flíkurnar þægilegar í öllum hreyfingum og helst form þeirra vel. Nýlega þróuð Air Wool hefur verið sett á þá staði á flíkunum sem eiga það til að blotna hraðar og þurfa því betri öndun. S.s. á baki og undir höndum. Merino ullin hefur einstaklega góða eiginleika þegar kemur að útivist og hreyfingu. Merino ullin andar gífurlega vel og heldur á þér hita, jafnvel þó hún blotni. Ullin getur dregið að sér allt að 30 % raka áður en hún virðist blaut. Að auki vinnur ullin á móti vondri lykt og oft er nóg að viðra flíkurnar.

Attacking Vikings er ullarfatnaður fyrir kröfuharða. Hannaður með skíðafólk í huga, en hentar öllum sem vilja hágæða ullarfatnað í útivistina.

Öll fötin eru prófuð og  samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.
Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.