JANUS – DESIGN WOOL

Janus hefur nú endurnýjað hina sívinsælu Design Wool línu fyrir herra. Design Wool ullarfatnaður fyrir herra er þægilegur og nýtískulegur fatnaður til notkunar í útivist, frístundum, heima og í vinnunni.

Janus Design Wool fötin eru framleidd úr þunnri og mjúkri Merino ull, sem veldur ekki kláða. Öll fötin eru prófuð og  samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.

Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.