Hlýr fatnaður fyrir skólann

Haustið og veturinn er handan við hornið og í íslensku veðurfari er gott að vera vel búin í bæði skóla og leikskóla. Ullarfötin sjá til þess að barninu líður vel allan daginn, úti sem inni, hvernig sem viðrar. Þau tempra líkamshitann og aðlaga hann þannig að aðstæðum hverju sinni. Þau halda hlýjunni þó þau blotni, anda vel og hleypa rakanum frá líkamanum, svo barninu verður ekki kalt þó það svitni eða blotni í amstri dagsins.

Við mælum með að nota ullarfatnað sem innsta lag því þar nýtast eiginleikar ullarinnar best og bjóðum einnig upp á fatnað sem hentar sem millilag, eins og jakkar, heilgallar og joggingbuxur. Þannig er hægt að nota ullina lagskipta og sleppa við að skipta alveg um föt í hvert skipti sem farið er inn og út.

Ullarsokkar, góð húfa og vettlingar eru líka nauðsynlegir. Gott er að velja sokkana út frá skónum eða nota meðalþykka ullarsokka sem passa í venjulega skó, því of þykkir sokkar geta þrengt að ef skórnir rúma þá ekki og virka þá öfugt þ.e. barninu verður kalt á fótunum þar sem blóðflæði minnkar. Þegar kemur að húfum er mikilvægt að huga að öndun svo að raki festist ekki inni í húfunni og velja því efni sem andar en gefur á sama tíma hlýju. Þar kemur ullin að sjálfsögðu sterk inn og er því virkilega gott að vera með ull bæði að innan og utan ef húfan er tveggja laga. Eins og nefnt var hér að ofan virkar ullin best sem innsta lag og á það einnig við um vettlinga. Þar sem ullin er ekki vatnsheld er gott að nota meðalþykka ullarvettlinga og þunna vind og vatnshelda skel yfir. Bæði til að hægt sé að nota hendurnar í leik (s.s. ekki of þykkt) og til að verja ullarvettlingana gegn bleytu og hnjaski.

Hér að neðan finnur þú innsta lag, millilag, húfur, vettlinga og sokka, sem henta vel fyrir káta krakka.

Ekki hika við að hafa samband vanti þig aðstoð við að velja eða fyrir frekari upplýsingar 🙂
s. 552-7401 eða netverslun@ullarkistan.is