Krinkel ull er einstök ullarblanda, sem er einungis framleidd af Janus verksmiðjunni. Aðal einkenni Krinkel ullar er hrufótt útlit, þéttleiki í efni og góð ending. Hún er mjúk viðkomu og þægileg inn við húðina. Krinkel ull fatnaðurinn er því hlýr, þægilegur og slitsterkur. Fatnaðurinn hentar sérstaklega vel sem millilag, yfir annan þynnri fatnað.
Öll fötin eru prófuð og samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.
Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.
Þvottaleiðbeiningar:
Best er að þvo ullarföt í þvottavél á ullarprógrammi við 30°C. Notið ullarþvottaefni og þvoið flíkina á röngunni, þá endist hún lengur.
Forðist að setja í þurrkara.