Krinkel ull er einstök ullarblanda, sem er einungis framleidd af Janus verksmiðjunni. Aðal einkenni Krinkel ullar er hrufótt útlit, þéttleiki í efni og góð ending. Hún er mjúk viðkomu og þægileg inn við húðina. Krinkel ull fatnaðurinn er því hlýr, þægilegur og slitsterkur. Heilgallinn hentar sérstaklega vel sem millilag eða yfir annan þynnri fatnað og er því góður í vagninn eða til dags daglegrar notkunar. Rennilásinn nær niður á aðra skálmina til þess að auðveldara sé að klæða barnið í og úr gallanum.
Þú getur treyst því að barninu þínu líði vel í ullarfatnaði. Janus ullarfatnaður heldur réttu hitastigi, þar sem hann andar einstaklega vel og ver börnin á köldum og rökum dögum.
Efni:
70% Merino ull, 28% Polyamid og 2% Lycra.
Þvottaleiðbeiningar:
Best er að þvo ullarföt í þvottavél á ullarprógrammi við 30°C. Notið ullarþvottaefni og þvoið flíkina á röngunni, þá endist hún lengur.
Forðist að setja í þurrkara.