Norlender herra

Norlender er norskt fjölskyldufyrirtæki sem rekur sögu sína aftur til ársins 1927 þegar Ola Tveiten keypti sína fyrstu prjónavél og stofnaði Ola Tveiten Trikotasjefabrikk á bóndabænum Tveiten á Ostereyju fyrir utan Bergen.
Verksmiðjan er enn staðsett á Ostereyju þar sem allar peysurnar eru framleiddar ásamt því að lögð er áhersla á að nýta norska ull.