Ribbed

Ribbed fötin frá Safa eru í þynnri kantinum og henta vel sem létt og þægileg ullarföt til notkunar dags daglega eða sem náttföt/undirföt. Merino ullin er þægileg við húðina, andar vel og hleypir raka frá líkamanum vel í gegn. Ullarfötin verða ekki köld og þvöl ef þau blotna og þorna hratt. Fötin eru í fínlegu slétt og brugðið prjóni sem gerir þau einstaklega teygjanleg og góð í sniðinu.