JanusPro® Antiflame extra

JanusPro® Antiflame Extra ullarfatnaðurinn er gerður úr 68 % Merino ull, 20 % Modacrylic og 2 % Anti static fiber. Blandan af þessum þrem trefjum sér til þess að fatnaðurinn hefur innibyggða eldtefjandi vörn án þess að notuð séu efnafræðileg efni. Allur fatnaðurinn í línunni uppfyllir kröfur EN ISO 11612:2015 staðalsins um vörn gegn hita og eldi, EN 1149-5:2018 staðalsins um vernd gegn stöðurafmagni og hefur CE merkingu. Efnið í fötunum uppfyllir einnig kröfur IEC 61482-1-1:2019 um vörn gegn ljósboga class 1. JanusPro® Antiflame Extra hefur einnig verið prófað og samþykkt skv. Oeko-Tex® Standard 100 þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.

Fötin eru mjúk, þægileg og veita góða einangrun jafnvel þrátt fyrir að vera blaut. Fötin henta einstaklega vel fyrir þá sem vinna við breytilegar aðstæður þar sem hiti og kuldi mætast. Þau eru einnig slitsterk og endast vel.