UM OKKUR

Þann 17.september 2005 opnuðu hjónin Margreta Björke og Heiðar V. Viggósson fyrstu Janusbúðina í litlu plássi að Barónsstíg 3 í Reykjavík. Síðan þá hefur fyrirtækið verið rekið af hjónunum, ásamt dætrum þeirra.

Verslunin var ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, þar sem eingöngur var seldur ullarfatnaður frá vörumerkinu Janus.  Lengi vel voru verslanirnar þekktar undir nafninu Janusbúðin, þar sem eingöngu var seldur Janus ullarfatnaður. Árið 2015 breyttu hjónin nafninu í Ullarkistan, meðal annars til að opna fyrir möguleikann á að bæta úrvalið af hágæða ullarfatnaði með fleiri merkjum. Stuttu seinna var hægt að finna fallegar ullarvörur frá norska merkinu Safa í verslunum Ullarkistunnar.

Frá opnun hefur Janus ullarfatnaðurinn verið gífurlega vinsæll enda hentar hann öllum og við hinar ýmsu aðstæður. Mjúkur, þægilegur og að sjálfsögðu hlýr. Frá vörumerkinu Safa kemur mikið úrval af ullarsokkum á bæði fullorðna og börn, ásamt góðu úrvali af fatnaði í ull og silki. Á seinustu árum hafa vörurnar frá Safa sannað sig með góðri endingu og fallegum ullarflíkum og ávalt bætist við úrvalið.

Í verslunum Ullarkistunnar hefur í gegnum tíðina verið gífurlegt úrval af Merino ullarfatnaði fyrir ungbörn, skólakrakka og fullorðna og ætti hver og einn að finna eitthvað við sitt hæfi. Bæði Janus og Safa hafa verið leiðandi framleiðendur í ullarfatnaði í langan tíma, en framleiðsla hefur verið hjá Janus frá 1895 og hjá Safa frá árinu 1931. Öruggt er því að segja að bæði fyrirtækin viti hvað þeir syngja þegar kemur að ullarfatnaði og stærsta hlutann af vöruúrvalinu frá báðum fyrirtækjum er að finna í verslunum Ullarkistunnar.

Frá byrjun hefur markmið okkar í Ullarkistunni verið að bjóða hágæða ullarfatnað á alla fjölskylduna á sanngjörnu og góðu verði. Og ætlum við okkur að standa við það um ókomna tíð.

Við bjóðum alla velkomna í verslanir Ullarkistunnar,
í Skeifunni 3b í Reykjavík og Glerártorgi á Akureyri,
og kynna sér hið fjölbreytta úrval af ullarfatnaði, sem við bjóðum upp á.

ullarkistanfjölskyldan