Verð
Verð í netverslun er staðgreiðsluverð með 24% virðisaukaskatti. Ullarkistan áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Ullarkistan áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni í netverslun. Ef svo óheppilega vill til að slíkt kemur fyrir eða varan reynist uppseld mun Ullarkistan hafa samband við viðskiptavin og endurgreiða vöruna.
Vinsamlegast athugið að tilboð í netverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu í netverslun og að sama skapi geta verið tilboð í verslunum, sem ekki birtast í netverslun.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að velja um að greiða fyrir vöru með korti eða millifærslu. Greiðsla með korti fer öll fram á greiðslusíðu Valitor og sér því Valitor um að öllum öryggisráðstöfunum sé beitt og öryggiskröfum fullnægt. Greiðslusíða Valitor er varið með SSL dulkóðun og er greiðsluferlið sjálft í samræmi við öryggiskröfur frá alþjóðlegu kortafyrirtækjunum, svokölluðum PCI staðli. Valitor heldur utan um greiðsluupplýsingar og eru þær ekki geymdar hjá Ullarkistunni.
Ef millifærsla er valin skal kaupandi ganga frá millifærslu innan sólarhrings frá því að pöntun er gerð. Ef greiðsla hefur ekki borist innan sólarhrings, fellur pöntunin niður. Greiðandi skal nota pöntunarnúmer sem tilvísun/skýringu og senda staðfestingu úr netbanka á [email protected]. Vörur verða ekki sendar fyrr en greiðsla hefur borist.
Fullum trúnaði er heitið um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Afhendingarmátar
Sækja í verslun:
Staðfestingarpóstur er sendur þegar pöntun hefur verið afgreidd og er tilbúin til afhendingar.
Sækja í Skeifuna 3B, Reykjavík – 0-1 virkur dagur.
Sækja á Glerártorg, Akureyri – 1-7 virkir dagar.
Athugið að undantekning getur orðið á þessum afgreiðslutíma ef vara er ekki til í valinni verslun og senda þarf vöru á milli verslana. Einnig getur komið fyrir að myndist töf á afhendingu vegna sérstakra álagstíma eins og t.d. í útsölum.
Heimsending á höfuðborgarsvæðinu:
Frí heimsending ef pantað er fyrir 15.000 kr eða meira.
Fyrir pantanir undir 15.000 kr reiknast sendingarkostnaður þegar gengið er frá pöntun.
Hægt er að velja milli þess að fá pöntun senda heim með Dropp, Eimskip eða Íslandspósti.
Pantanir sem gerðar eru fyrir kl. 11 á virkum dögum fara í heimkeyrslu samdægurs.
Pantanir sem gerðar eru um helgar eða eftir kl. 11 á virkum dögum fara í heimkeyrslu næsta virka dag.
Afhending á landsbyggðina:
Frí heimsending ef pantað er fyrir 15.000 kr.
Fyrir pantanir undir 15.000 kr reiknast sendingarkostnaður þegar gengið er frá pöntun.
Hægt er að velja milli þess að fá pöntun senda með Dropp, Eimskip eða Íslandspósti – valmöguleikar fara eftir staðsetningu og hvað hver afhendingaraðili býður upp á fyrir þína staðsetningu.
Pantanir sem gerðar eru fyrir kl. 11 á virkum dögum eru sendar samdægurs.
Pantanir sem gerðar eru um helgar eða eftir kl. 11 á virkum dögum eru sendar næsta virka dag.
Afhendingartími fer eftir völdum afhendingarmáta en er yfirleitt 1-3 dagar.
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti, Dropp eða Eimskip og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Ullarkistan ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Ullarkistunni og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Skilafrestur
Hægt er að skila vörum gegn endurgreiðslu í allt að 14 daga frá afhendingu að því tilskyldu að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi og umbúðum. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Óski viðskiptavinur eftir að skila vörum skal viðskiptavinur hafa samband við Ullarkistuna á netfangið [email protected] eða hringja í síma 552-7401, áður en vara er send tilbaka.
Kaupandi greiðir sjálfur sendingarkostnað af vörum vegna vöruskila eða skipta.
Hægt er að skipta vöru í aðra vöru innan 30 daga frá afhendingu, en aðeins ef varan er ónotuð og í upprunalegu ástandi og umbúðum.
Útsöluvörum er hægt að skipta innan 14 daga, en aðeins ef varan er ónotuð og í upprunalegu ástandi og umbúðum.
Ekki er tekið við skilavörum ef varan er send í póstkröfu eða á kostnað viðtakanda.
Gölluð vara
Ef svo óheppilega vill til að varan reynist gölluð greiðir Ullarkistan sendingarkostnað og útvegar nýja vöru eins fljótt og auðið er. Hafa skal samband við Ullarkistuna á netfangið [email protected] eða í síma 552-7401, sem fyrst eftir afhendingu og áður en varan er send tilbaka.
Ábyrgðarskilmálar eru samkvæmt íslenskum neytendalögum. Athugið að vara telst ekki gölluð ef varan hefur skemmst í þvotti (sjá þvottaleiðbeiningar) eða hlotið skaða vegna vanrækslu eða venjulegu sliti.
Upplýsingar um seljanda
Ullarkistan ehf
Kt. 680995-2229
Skeifan 3b
108 Reykjavík
552-7401
VSK-númer: 048028