Spurt og svarað – Netverslun

Hvað ef ég þarf að skipta um stærð eða í aðra vöru?

Það er lítið mál að skipta um stærð eða fá vörunni skipt í eitthvað annað. Þú hefur 14 daga til að skila gegn endurgreiðslu en 30 daga til að skipta í aðra vöru. Skrefin sem þú tekur eru eftirfarandi:

  • Hefur samband við okkur á netfangið [email protected] og við fáum hjá þér upplýsingar um þína pöntun og hverju þú vilt skipta eða skila.
  • Þegar þú hefur fengið svar frá okkur sendir þú vöruna til Ullarkistan ehf, Skeifan 3b, 108 Reykjavík eða kemur með hana í eina af verslunum okkar. Athugið að þú greiðir sjálf/ur sendingarkostnað vegna vöruskila eða skipta.
    Við tökum ekki við pökkum sem sendir eru á kostnað viðtakanda.
  • Við sendum þér nýju vöruna eins fljótt og við mögulega getum.

Hvað ef varan reynist gölluð eða ég fékk senda vitlausa vöru?

Mistök eru mannleg og þetta getur því miður komið fyrir. Ef svo óheppilega vill til að varan er gölluð eða þú hefur fengið senda ranga vöru fylgir þú þessum skrefum:

  • Hefur samband við okkur á [email protected].
  • Við fáum hjá þér upplýsingar um pöntun og hvert vandamálið er.
  • Þegar þú hefur fengið svar frá okkur sendir þú vöruna til Ullarkistan ehf, Skeifan 3b, 108 Reykjavík eða kemur með hana í eina af verslunum okkar. Við greiðum að sjálfsögðu allan sendingarkostnað við endursendingu í slíkum tilfellum og þú getur því sent vöruna í pósti og beðið um að sendingarkostnaður greiðist af viðtakanda.
  • Þegar við fáum vöruna í okkar hendur er hún skoðuð og við sendum þér nýja vöru, réttu vöruna eða endurgreiðum þér að fullu.

Ég vill nýta mér það að skila og fá endurgreitt innan 14 daga. Hvernig sný ég mér í því?

  • Hefur samband við okkur á [email protected], gefur okkur upplýsingar um pöntun þína og hverju þú viljir skila og fá endurgreitt.
  • Þegar þú hefur fengið svar frá okkur sendir þú þær vörur sem þú vilt skila til Ullarkistan ehf, Skeifan 3b, 108 Reykjavík og greiðir sendingarkostnað undir.
    Athugið að kaupandi greiðir sendingarkostnað vegna vöruskila eða skipta. Við tökum ekki við pökkum sem sendir eru á kostnað viðtakanda eða í póstkröfu.
  • Þegar við fáum vörurnar í okkar hendur göngum við frá endurgreiðslunni. Athugið að endurgreiðslur geta tekið nokkra daga að skila sér í gegnum kerfi Kortaþjónustunnar.

Ég pantaði vörur en finnst þær vera heldur lengi á leiðinni.

Við sendum allar pantanir í seinasta lagi næsta virka dag eftir að þær berast okkur. Sendingar fara með Íslandspósti eða TVG eftir því hvað er valið og yfirleitt tekur það 1-3 virka daga að koma þeim til skila innanlands. Sendingar erlendis eru sendar með DHL og taka yfirleitt 4-7 daga að berast, allt eftir því hvert afhendingarlandið er.

Ef liðið hefur lengri tími en svo mælum við með að hafa samband beint við flutningsaðilann sem valinn var – TVG, Íslandspóstur eða DHL (erlendar sendingar)
Þú getur einnig haft samband við okkur á [email protected] og við athugum hvar sendingin þín er niðurkomin og hvort nokkuð hafi komið uppá.

Ég pantaði á netinu en sé núna að ég hef pantað ranga vöru eða valdi vitlausan afhendingarmáta. Hvað geri ég?

Hafðu strax samband við okkur á [email protected] og útskýrðu hvert vandamálið er. Við sjáum þá póstinn þegar við förum í það að ganga frá pöntunum og getum leiðrétt pöntun þína og haft samband ef eitthvað er óljóst.

Ég pantaði á netinu en valdi óvart millifærslu í stað kortagreiðslu. Hvað geri ég?

Ekkert mál. Ef þú valdir óvart millifærslu en vilt greiða með korti getur þú pantað upp á nýtt og við ógildum fyrri pöntun. Millifærslupantanir falla niður ef greiðsla berst ekki innan 24 tíma. Ekki er verra ef þú sendir okkur línu í ”Skilaboð til Ullarkistunnar vegna pöntunar” í seinni pöntunni, þá sjáum við þetta strax og þurfum ekki að bíða í 24 tíma með að ógilda hina pöntunina.