Janus x Kleveland

Janus Kleveland línan var unnin í samstarfi við Marcus Kleveland margaverðlaunaðan snjóbrettakappa sem hefur mikið notað Janus ullina í öllum sínum útivistar ævintýrum.

Línan samanstendur af klassískum ullarfatnaði í nútímalegu útliti. Í henni má finna klassískt innsta lag, tvöfaldar ullarflíkur fyrir kaldari daga, ullarflís millilög, heilgalla og fylgihluti. Janus x Kleveland var hönnuð með útlit, þægindi og virkni í huga en sniðið á flíkunum er oversized og afskaplega þægilegt fyrir allar aðstæður.