JANUS – BLACK WOOL

Janus Black Wool ullarnærfatnaður er heilsárs fatnaður úr 100% Merino ull, sem hentar bæði úti og inni, vetur og sumar. Teygjanleg ullin og sniðið gera það að þessi föt halda útliti sínu mjög vel.

Janus  Black Wool fatnaður er framleiddur úr þunnri og mjúkri 100% Merino ull, sem veldur ekki kláða. Merino ullarföt veita hlýju í kulda og eru svalandi í hita. Þau geta dregið í sig 30% raka, án þess að manni finnist þau vera blaut. Öll fötin eru prófuð og  samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.

Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.