JANUS – EXTRA WOOL

Janus Extra Wool ullarnærfatnaður er fyrir þá sem þurfa þykkari og hlýrri fatnað. Þessi ullarnærföt henta sérstaklega fyrir þá sem stunda alls konar útivist við krefjandi aðstæður, og hentar því einstaklega vel undir vinnufatnað, vöðlur, kuldagalla, sleðagalla o.fl. Öll fötin eru prófuð og  samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.

Fatnaðurinn er framleiddur úr 100% Merinu ull, en er þykkari en t.d. Black Wool. Hann veldur ekki kláða, einangrar einstaklega vel frá kulda og getur dregið í sig mikinn raka án þess að hann virki blautur.

Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottefni.