Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin á nýjan vef ULLARKISTUNNAR!
Loksins er hægt að nálgast upplýsingar um vörur okkar og verð á veraldarvefnum. Við vekjum þó athygli á því að hér er að finna yfirlit yfir þær vörur sem við bjóðum upp á, en af og til, þá sérstaklega á háannatímum, getur komið fyrir að varan sé uppseld í verslunum okkar. Við fáum þó reglulega vörusendingar og sjaldan líður langur tími þangað til varan er komin aftur á lager. Einnig er hægt að skrifa sig á biðlista í verslunum okkar og þá tökum við frá fyrir þig og látum vita þegar varan kemur í hús.
Við bjóðum alla velkomna í verslanir okkar, að Laugavegi 25 í Reykjavík og í Amarohúsinu, Hafnarstræti 101 á Akureyri, og kynna sér hið fjölbreytta úrval af ullarfatnaði, sem við bjóðum upp á.
Kær kveðja,
Starfsfólk Ullarkistunnar, Reykjavík og Akureyri.