Persónuverndarstefna

Persónuupplýsingar

Ullarkistan leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og vinnur með þær í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuverndarupplýsinga.

Vafrakökur

Ullarkistan.is notar vafrakökur sem er lítil textaskrá (e.cookie) sem er vistuð í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú notar þennan vef. Einnig notar Ullarkistan Facebook Pixel sem eru vafrafkökur þriðja aðila. Upplýsingar úr vafrakökunum eru notaðar til að greina umferð og notkun á vefsvæðinu og geta verið notaðar til að bæta vefinn, þjónustu og stafræna markaðsetningu. Upplýsingar um notendur og notkun þeirra á vefsíðunni eru ekki persónugreinanlegar upplýsingar. Hægt er að slökkva eða breyta vefköku stillingum í vafranum ef þú vilt ekki heimila notkun þeirra, það má kynna sér það betur á eftirfarandi slóð https://www.aboutcookies.org.uk/.

Hvað persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna

Ullarkistan vinnur með persónuupplýsingar eins og nafn, heimilisfang, kennitölu, símanúmer og netfang þegar keyptar eru vörur á vefnum okkar. Þessar upplýsingar eru einungis aðgengilegar starfsfólki Ullarkistunnar og þriðja aðila ef við á vegna þjónustu um afhendingu vöru. Persónuupplýsingar sem gefnar eru upp við vörukaup eru aldrei notaðar í markaðstilgangi og eru einungis notaðar í tengslum við afgreiðslu og þjónustu pöntunar. Fjármálatengdar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að innheimta greiðslu fyrir vörukaup og fara í gegnum öruggt greiðslusvæði Rapyd.

Póstlisti

Ullarkistan heldur utan um og notar nafn og netfang sem einstaklingur skráir og samþykkir notkun á. Hægt er að skrá sig á póstlista í gegnum kaupferli í vefverslun, á vefsíðu eða gegnum fyrirspurn. Upplýsingarnar eru einungis notaðar til þess að senda út tilkynningar og fréttabréf. Ef þú hefur skráð þig á póstlista hjá okkur en vilt afskrá þig er hægt að gera það neðst í fréttabréfinu eða með því að senda póst á [email protected]. Ullarkistan notast við tölvuþjónustu forritið Mail chimp til að halda utan um tölvupóstfang og nafn, hér er hægt að skoða persónuverndarstefnu þeirra https://mailchimp.com/about/security/.

Viðskiptavinur getur óskað eftir því að persónuupplýsingum hans sé eytt, þau leiðrétt eða notuð takmarkað með því að senda beiðni á [email protected]. Ullarkistan mun verða við þeirri beiðni nema það sé ekki í boði af lagalegum eða bókhaldslegum ástæðum.

Með því að halda áfram nota síðuna okkar samþykkir þú skilmála okkar.

Síðast uppfært mars 2023