Heilgalli úr 100% Merino ull með lamba munstri. Við endann á örmunum og skálmunum er langt og mjúkt stroff sem hægt er að bretta upp á. Rennilásinn nær niður á aðra skálmina til þess að auðveldara sé að klæða barnið í og úr gallanum. Hann hentar vel sem leikgalli eða sem auka lag á köldum dögum. Ullarföt hleypa rakanum frá líkamanum vel í gegn, verða ekki köld og þvöl ef þau blotna og þorna hratt.
Þú getur treyst því að barninu þínu líði vel í ullarfatnaði. Janus ullarfatnaður heldur réttu hitastigi, þar sem hann andar einstaklega vel og ver börnin á köldum og rökum dögum.
Efni:
100% Merino ull.
Þvottaleiðbeiningar:
Best er að þvo ullarföt í þvottavél á ullarprógrammi við 30°C. Notið ullarþvottaefni og þvoið flíkina á röngunni, þá endist hún lengur.
Forðist að setja í þurrkara.