Lambhúshettan er gerð úr þunnri og mjúkri Merino ull, sem veldur ekki kláða. Merino ullin veitir hlýju í kulda, er svalandi í hita og getur dregið í sig 30% raka, án þess að virka blaut. Hún er með net að framan og hentar vel undir hjálma. Hægt er að nota hana á þrjá vegu líkt og sést á myndunum hér að ofan.
Efni:
98% Merino ull og 2% Polyamid.
Þvottaleiðbeiningar:
Best er að þvo ullarföt í þvottavél á ullarprógrammi við 30°C. Notið ullarþvottaefni og þvoið flíkina á röngunni, þá endist hún lengur.
Forðist að setja í þurrkara.