Janus GO! línan samanstendur af bolum og leggingsbuxum, í þunnri 100% Merino ull, og þykkari peysum, hettupeysum, heilgöllum og joggingbuxum í ullarfrotté, sem henta vel sem millilag eða fatnaður fyrir daglega notkun. Einnig má finna húfur, vettlinga og sokka í stíl.
Lambhúshettan er tvöföld þar sem bæði sem innra og ytra lag er 100% Merino ull. Á milli lagana við eyrun er innsaumuð vindhlíf og efst á kollinum er lítið endurskinsmerki. Húfan er mjúk og teygjanleg. Liggur vel á höfðinu og er frekar létt þrátt fyrir að vera ágætlega þykk.
Við mælum eindregið með þessari lambhúshettu – hún er ein sú besta!
Öll fötin eru prófuð og samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.
Efni:
100% Merino ull.
Þvottaleiðbeiningar:
Best er að þvo í þvottavél á ullarprógrammi við 30°C. Notið ullarþvottaefni og þvoið flíkina á röngunni, þá endist hún lengur.
Forðist að setja í þurrkara.