JANUS – DELUXE

Janus Deluxe sameinar eiginleika Merino ullarinnar og kvenlegt og glæsilegt útlit. Þessi fatnaður er framleiddur úr sams konar 100% Merino ull og JANUS Black Wool og fást sem síðerma treyjur, síðar buxur, stuttermabolir, hlírabolir og nærbuxur. Síðerma treyjurnar eru með blúndum neðst á ermunum og síðu buxurnar eru með blúndum neðst á skálmunum. Stuttermabolirnir og hlírabolirnir eru með blúndukanti í hálsmálinu og nærbuxurnar eru einnig með blúndukanti. Öll fötin eru prófuð og  samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni. Janus Deluxe fötin eru framleidd úr 100% Merino ull, sem veldur ekki kláða.

Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.