Ullarfatnaður með blúndukanti

Janus hefur í yfir 120 ár þróað og hannað ullarfatnað á alla aldurshópa. Blúnduull er m.a. árangurinn af þessari vinnu. Þessi fatnaður sameinar hlýleika og fallega sniðin föt, skreytt með blúndum. Janus  Blúnduull er framleidd úr 100% Merino ull, sem veldur ekki kláða.

Börn hafa gott af því að klæðast ull allt árið þar sem ullin hefur þann einstaka eiginleika að svala í hita og hita í kulda. Ullarfatnaður andar einnig vel og getur dregið í sig 30% raka án þess að virka blaut. Ef svo illa vill til að hún blotnar alveg heldur hún samt áfram að vera hlý og verður ekki þvöl og köld.

Öll fötin eru prófuð og  samþykkt skv. Ökotex 100 staðlinum þar sem staðfest er að þau innihaldi ekki heilsuspillandi efni.
Allan ullarfatnað frá Janus má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.