JANUS PRO ANTIFLAME

Eldtefjandi fatnaður:

JANUS Pro Antiflame Interlock er framleitt úr 70% Merino ull og 30% ProtexM. Með því að blanda þessum þráðum saman næst eldtefjandi eiginleiki, sem heldur sér allan líftíma fatnaðarins, án þess að til þess séu notuð varasöm aukaefni. Allur JANUS Pro Anitflame Interlock fatnaður uppfyllir kröfur skv. staðlinum EN 531 og er CE merktur. JANUS Antiflame  Interlock ullarfötin eru einnig prófuð og samþykkt skv. staðlinum Ökotex 100,  sem staðfestir að þau innihaldi engin heilsuspillandi efni. Interlock prjónið gefur fötunum slétt yfirborð að utanverðu, sem hrindir léttar frá sér neistum og óhreinindum.

JANUS Pro Antiflame Interlock er mjúkur fatnaður, sem þægilegt er að klæðast, og er mjög hitaeinangrandi, jafnvel í bleytu. Þessi föt eru upplögð fyrir alla þá sem vinna við breytilegan hita og raka, og sem þar að auki óska eftir að hafa þennan eldtefjandi eiginleika.

Gott ráð er að nota Janus Pro Fleece frotté fatnaðinn utan yfir þennan, þegar verið er í miklum kulda.

Allan ullarfatnað frá JANUSFABRIKKEN AS má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.

Janus Pro Antiflame Interlock fatnaðinn er hægt að nálgast í verslunum okkar í Reykjavík og á Akureyri.
Fyrirspurnir eða óskir um tilboð fyrir fyrirtæki sendist á netfang okkar: [email protected]

JANUS Pro Antiflame Plus:

JANUS Pro Antiflame Plus er gerður úr ullarfleece frotté sem er úr  85% Merino ull og 15% ProtexM. Með því að blanda þessum þráðum saman næst eldtefjandi eiginleiki, sem heldur sér allan líftíma fatnaðarins, án þess að til þess séu notuð varasöm aukaefni. Allur JANUS Pro Antiflame Plus fatnaður uppfyllir kröfur skv. staðlinum EN 531 og er CE merktur. JANUS Antiflame Plus Interlock ullarfötin eru einnig prófuð og samþykkt skv. staðlinum Ökotex 100,  sem staðfestir að þau innihaldi engin heilsuspillandi efni. Interlock prjónið gefur fötunum slétt yfirborð að utanverðu, sem hrindir léttar frá sér neistum og óhreinindum

Þetta ullarfrotté  hindrar að flíkin rakni upp og eykur slitþol fatnaðarins við erfiðar aðstæður,  ásamt því að gera fötin sérstaklega einangrandi að innanverðu. Bæði er hægt að nota JANUS Pro Plus Fleece Frotté sem nærfatnað eða utan yfir þynnri ullarnærföt við mjög kaldar aðstæður. Þau henta afburða vel fyrir alla þá, sem vinna í margbreytilegu veðri og þurfa jafnframt á eldtefjandi fatnaði að halda. Því fleiri lög af eldtefjandi fatnaði, því meiri vernd veitir hann.

Allan ullarfatnað frá JANUSFABRIKKEN AS má þvo í þvottavél á ullarkerfi með ullarþvottaefni.

Frekari upplýsingar eða óskir um tilboð fyrir fyrirtæki sendist á netfang okkar: [email protected]
Ekki er hægt að nálgast JANUS Pro Antiflame Plus fatnaðinn í verslunum okkar, þar sem hann þarf að sérpanta.